Varðskipið Freyja með voldugar slökkvibyssur

Myndir: Kristinn Ómar Jóhannsson.

Varðskipið Freyja er vel tækjum búið. Þar er meðal annars að finna voldugar slökkvibyssur sem eru ákaflega afkastamiklar. Þær geta dælt um 7200 rúmmetrum af sjó á klukkustund og kastað vatninu um 220 metra frá skipinu. 

Áhöfnin á varðskipinu hélt æfingu á Héraðsflóa á dögunum þar sem búnaðurinn var prófaður. Tilgangurinn með æfingunni var að viðhalda þjálfun áhafnarinnar og kanna virkni búnaðarins.

Dælurnar eru sérlega kraftmiklar og knúnar áfram af aðalvélum skipsins. Æfingin heppnaðist vel en mikilvægt er að áhöfnin geti brugðist við ef eldur kemur upp í skipum, eða á hafnarsvæðum um allt land.

314749281_471338324980027_6958681110635694384_n
DEILA