Tómstundadagur Vesturbyggðar og Tálknafjarðarhrepps

Tómstundadagur Vesturbyggðar og Tálknafjarðarhrepps verður haldinn í félagsheimili Patreksfjarðar laugardaginn 19. nóvember kl. 13-15.

Þar gefst íbúum á sunnanverðum Vestfjörðum tækifæri til að koma, ganga á milli bása og kynna sér tómstundir og annað starf á svæðinu. Öll eru hvött til að koma og eiga góða stund saman segir í tilkynningu um viðburðinn.

Markmiðið með deginum er að:
– Kynna fyrir íbúum þær tómstundir, félagsstarfsemi og afþreyingu sem eru í boði á svæðinu.
– Gefa félögum, klúbbum o.fl. tækifæri til að kynna sitt starf og laða að nýja félaga.
– Gefa félögum og klúbbum í dvala tækifæri til að endurvekja starfið.
– Gefa fólki tækifæri til að auglýsa eftir félögum í tómstundastarf sem er ekki til staðar nú þegar.

DEILA