Takmarkanir á flugi yfir friðlandi Látrabjargs

Samgöngustofu hefur borist beiðni frá Umhverfisstofnun um að settar verið takmarkanir á flug yfir friðlandi Látrabjargs til verndar fuglalífi. Stofnunin setur fram eftirfarandi tillögu:

„Allt flug innan 3000 feta hæðar yfir hæstu brúnum friðlandsins er óheimilt á tímabilinu 1. apríl–30. september. Undanskilið banninu eru leitar- og björgunaraðgerðir og starfsemi Landhelgisgæslunnar og annarra stofnana sem sinna lögbundum rannsóknum og eftirlitshlutverki með náttúru- og menningarminjum.“

Samgöngustofa kallar hér með eftir athugasemdum frá notendum loftrýmis og öðrum hagaðilum gagnvart því að skilgreint verði, og auglýst í Flugmálahandbók – AIP, haftasvæði flugs í samræmi við beiðni Umhverfisstofnunar.

Frestur til athugasemda er veittur til 21. nóvember nk.

DEILA