Sveitarstjórnarfólk fær fræðslu um hinsegin málefni

Innviðaráðuneytið býður kjörnum fulltrúum og starfsfólki sveitarfélaga til fræðslufundar um hinsegin málefni.

Samtökin ´78 sjá um fræðsluna en markmiðið er auka þekkingu sveitarstjórnarfólks á réttindum og félagslegri stöðu hinsegin fólks. Verkefnið er liður í aðgerðaáætlun í málefnum hinsegin fólks fyrir árin 2022-2025

Hinsegin fólk þarf að eiga greiða leið að þjónustu í sínu nærumhverfi. Þjónusta og viðmót á að vera laust við fordóma og mismunun en bein og óbein mismunun og útilokun getur stafað af þekkingarskorti þeirra sem þjónustuna veita. Til að bæta stöðuna og draga úr fordómum og þekkingarskorti er mikilvægt að efla þekkingu kjörinna fulltrúa og starfsfólks sem sinnir þjónustu við almenning. 

Fræðslan fer fram á fjarfundi (Teams) og í boði eru tvær tímasetningar:

  • Miðvikudagur 30. nóvember kl. 11
  • Fimmtudagur 1. desember kl. 11

Fræðslan tekur um klukkustund og er opin öllum kjörnum sveitarstjórnarfulltrúum og starfsfólki sveitarfélaga.

DEILA