Starfandi innflytjendum fjölgaði um 7500 milli ára

Samkvæmt upplýsingum Hagstofunnar voru tæplega 211.600 einstaklingar starfandi á íslenskum vinnumarkaði í september 2022 samkvæmt skrám.

Starfandi einstaklingum fjölgaði um tæplega 10.900 á milli ára sem samsvarar 5,4% fjölgun.

Starfandi innflytjendur voru tæplega 46.700 í september 2022 og fjölgaði þeim um tæplega 7.500 á milli ára.

Hlutfall starfandi innflytjenda er nú 22,1% af heildarfjölda starfandi.

DEILA