Skráning atvika og slysa tengd sjómönnum

Samgöngustofa í samvinnu við Rannsóknarnefnd samgönguslysa (RSNA) hélt blaðamannafund, miðvikudag 2. nóvember, um borð í Sæbjörgu, skólaskipi slysavarnaskóla sjómanna í Reykjavíkurhöfn.

Á blaðamannafundinum var miðlægt skráningarkerfi, ATVIK-sjómenn kynnt en það gerir útgerðum kleift að tilkynna slys og atvik tengd sjómönnum rafrænt.

Það mun auðvelda útgerðum að uppfylla lagalega tilkynningarskyldu sína en auk þeirra geta sjómenn sjálfir, bæði yfir- og undirmenn, skráð slys og næstum því slys á sjó.

Tryggingarfélagið VÍS bjó til og þróaði kerfið og veitti RNSA það að gjöf. Kerfið hefur svo verið aðlagað að kerfum RNSA með stuðningi Siglingaráðs og innviðaráðuneytisins. Samgöngustofa mun sjá um notendaþjónustu þess.

DEILA