Gjald vegna fisk­eld­is í sjó hækkar um rúm 50%

Frá Reyðarfirði. Mynd: Laxar fiskeldi.

Sér­stakt af­nota­gjald vegna fisk­eld­is í sjó hækk­ar um ára­mót­in í sam­ræmi við ákvæði laga þar um.

Fram kem­ur í aug­lýs­ingu á Fiskistofu vegna gjald­töku árs­ins 2023 að inn­heimt­ar verða 18,33 krón­ur á hvert kíló af slátruðum laxi sem al­inn er í sjó en gjaldið var 11,92 krón­ur.

Gjald vegna eldi á ófrjó­um laxi og laxi sem al­inn er í sjó með lokuðum eld­is­búnaði er helm­ing­ur al­menns gjalds á laxi.

Þá seg­ir jafn­framt að gjald á hvert kíló af slátruðum regn­bogasil­ungu verður 9,16 krón­ur sem á þessu ári hef­ur verið 5,96 krón­ur.

DEILA