Rúmlega hundrað umsóknir bárust í Uppbyggingarsjóð Vestfjarða

Umsóknarfrestur vegna Uppbyggingarsjóðs Vestfjarða rann út í gær.

Sótt var um til verkefna sem eiga að koma til framkvæmda árið 2023.

Alls bárust 103 umsóknir í Uppbyggingarsjóð vegna ársins 2023;
44 nýsköpunarverkefni, sótt um alls 102.455.780 kr. Heildarkostnaður verkefna 238.307.985 kr.
52 menningarverkefni, sótt um alls 55.794.250 kr. Heildarkostnaður verkefna 155.379.910 kr.
7 stofn og rekstrarstyrkumsóknir, sótt um alls 30.115.000. Heildarkostnaður alls 101.190.843 kr

Alls var sótt um 188.365.030 kr. Heildarkostnaður allra verkefna er 494.878.738 kr.

Til ráðstöfunar bú eru rúma 43 milljónir og má búast við að endanlegar styrkupphæðir liggi fyrir í byrjun desember.

DEILA