Ný þjónusta hjá Virk

Stressed despair staff in logistic business sittng in container box at shipyard

VIRK starfsendurhæfingarsjóður hefur bætt nýrri þjónustu sem gengur undir heitinu „Velvirk í starfi“.

Í því felst að starfsfólki og stjórnendum býðst aukinn stuðningur til að efla báða hópa, auka vellíðan í vinnu og koma í veg fyrir brotthvarf af vinnumarkaði.

Í boði er stuðningsefni á velvirk.is, hægt er að hringja í sérfræðinga Velvirk í starfi og mögulegt er að senda inn fyrirspurn. 

Hlutverk VIRK er að efla starfsgetu einstaklinga með heilsubrest sem stefna að aukinni þátttöku á vinnumarkaði.

Hugmyndin er að mæta þörf starfsfólk og stjórnenda í atvninulífinu fyrir ráðgjöf um möglegar leiðir þegar því sjálfu eða samstarfsfólki líður ekki vel í vinnunni af heilsufarsástæðum eða vegna annarra aðstæðna sem hafa áhrif á framgang þess í starfi.

Boðið er upp á upplýsingar og fræðslu á síðunni www.velvirk.is . Eins geta starfsmenn og stjórnendur sent inn fyrirspurnir og eins fengið samtal við sérfræðinga Velvirk í starfi.

DEILA