Neyðarkall björgunarsveita 2022

Í dag hefst fjáröflunarátak björgunarsveitanna sem er sala á Neyðarkalli, sem að þessu sinni er sérfræðingur í fyrstu hjálp.

Dagana 3.-6. nóvember verða sjálfboðaliðar að selja Neyðarkall um land allt í tveimur stærðum; lítill Neyðarkall sem er lyklakippa og stór Neyðarkall sem er ætlaður sem fyrirtækjastyrkur.

Í kvöld fimmtudaginn 3. nóvember munu félagar í Tindum ganga í hús í Hnífsdal og selja neyðarkallinn.

Þeir í Tindum segja þetta eina af mikilvægustu fjáröflunum ár hvert og vonast til að bæjarbúar taki vel á móti sölufólki. Þeir leggjum af stað um kl. 20:00 og kostar kallinn kr 3.000,-

DEILA