Mikill munur á rekstrarkostnaði grunnskóla deilt á barn

Grunnskóli Bolungavíkur. Mynd: bolungarvik.is

Sambandi íslenskra sveitarfélaga hefur gefið út yfirlit yfir rekstrarkostnað á hvern grunnskólanemanda eftir stærð skóla árið 2021. Um er að ræða beinan rekstrarkostnað á almenna grunnskóla sveitarfélaga.

„Hafa ber í huga að landfræðilegar aðstæður, eða breytur eins og samsetning og aldur starfsfólks í skóla getur haft áhrif á niðurstöður og því gagnlegt fyrir sveitarfélög að kanna nánar í hverju munurinn felst,“ segir í tilkynningu Sambands sveitarfélaga.

Árið 2021 var rekstrarkostnaður á hvern nemanda að meðaltali ríflega 2,2 milljónir króna þegar innri leiga (og skólaakstur) er tekið með. Án innru leigu er meðalkostnaður á hvern nemanda 1,8 milljón.

Mikill munur er á rekstrarkostnaði á hvern nemanda eftir stærð skóla.

Yfirlitsskjal yfir rekstrarkostnað á nemanda í grunnskólum sveitarfélaga eftir stærð skóla 2021

DEILA