Mannfjöldi á Íslandi 359.122 samkvæmt manntali 2021

Hér er á ferðinni fyrsta fréttin í útgáfuröð Hagstofunnar um niðurstöður manntalsins 2021 sem miðast við 1. janúar það ár.

Manntal er mikilsverð heimild fyrir ólíkar upplýsingar um mannfjöldann á tilteknum tíma og gefur því þverskurð af íbúum landsins sem ekki er mögulegt í annarri hagskýrslugerð.

Helstu niðurstöður eru eftirfarandi:

Mannfjöldi á Íslandi var 359.122 á manntalsdegi 1. janúar 2021.

Íbúum fjölgaði um 13,8% frá því að manntal var tekið síðast árið 2011.

Fjölgun var í öllum landshlutum frá 2011 til 2021, mest á Suðurnesjum (28,2%) og minnst á Norðurlandi vestra (0,6%).

Hlutfall kvenna í manntalinu 2021 var 49,0% samanborið við 49,9% árið 2011.

Aldurssamsetning landsmanna hefur breyst og var hlutfall 67 ára og eldri 13,1% árið 2021 en 11,0% árið 2011.

Mannfjöldi í manntalinu 2021 er minni en mannfjöldinn samkvæmt Þjóðskrá og munar þar um tæplega tíu þúsund manns.

DEILA