Lögreglan varar við svikapóstum

Lögreglan á Vestfjörðum sér ástæðu til að var við svikapóstum og segir að enn einu sinni virðist hrina af þessum póstum skekja tölvupóstföng þessa dagana.

Mest er um það að ræða að látið sé sem íslensk fyrirtæki og félagasamtök séu að senda pósta þar sem þurfi að smella á nethlekki eða opna viðhengi.

Fólki er ráðlagt að smella ekki á neina nethlekki í tölvupóstum nema að ráðfæra sig við sagðan sendanda áður og opna engin viðhengi sem það kannast ekki við og á ekki von á.

Vonandi gengur þetta fljótt yfir en þessir póstar virðast því miður stefna í að koma í áframhaldandi reglulegum gusum, rétt eins og vetrarlægðirnar.

Við þessum sendingum er besta ráðið að vera eins tortrygginn og unnt er.

Dæmi um svikapósta

DEILA