Laus störf á Íslandi eru 8.790

Alls voru 8.790 laus störf á íslenskum vinnumarkaði á þriðja ársfjórðungi 2022 samkvæmt starfaskráningu Hagstofu Íslands.

Á sama tíma voru 233.777 störf mönnuð og hlutfall lausra starfa því 3,6%. Samanburður við þriðja ársfjórðung 2021 sýnir að fjöldi lausra starfa var mjög svipaður á milli ára.

Eftirspurn eftir starfsfólki var mest í atvinnugreininni byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð þar sem laus störf voru 1.660 talsins og hlutfall lausra starfa 9,3%. Hlutfall lausra starfa í menningar-, íþrótta- og tómstundastarfsemi var 6,6% og í rekstri veitinga- og gististaða var hlutfallið 5,4%.

DEILA