Konukvöld í Gömlu Bókabúðinni á Flateyri

Á fullveldisdaginn, 1. desember verður konukvöld í Gömlu Bókabúðinni á Flateyri. Þar munu þær Ágústa og Elín taka á móti gestum frá klukkan 17:00 – 21:00.

Allar vörur verslunarinnar verða á afslætti og boðið upp á glæsilega kaupauka og veglegt happdrætti. Þá verður Elín með kertakynning á nýjum jólailmum Trudon og Carrière Frères og frumsýning á nýjum hágæða sápum frá Claus Porto, sem er nýtt vörumerki í Gömlu Bókabúðinni.

Kristín hjá Litlabýli mun bjóða upp á sína bragðgóðu hjónabandssælu ásamt því að boðið verður upp á frönsk rósavín, gosdrykki og fleira.

Gamla Bókabúðin á Flateyri er elsta upprunalega verslun Íslands, fjölskylduverslun frá árinu 1914 og hefur því þjónustað íbúa svæðisins í 108 aðventur. Upphaflega var verslunin nýlenduvöruverslun, sem þróaðist svo yfir í bókabúð.

Í dag býður verslunin upp á bækur, notaðar og nýjar sem og margvíslegar vestfirskar vörur. Þá flytur verslunin einnig inn um tuttugu hágæða erlend vörumerki frá framleiðendum sem eiga það allir sameiginlegt að hafa starfað í meira en 100 ár.

Þessi sögufrægu vörumerki fást aðeins í Gömlu Bókabúðinni á Flateyri 

DEILA