Jólalag Barnakórs Strandabyggðar árið 2022

Jólalag Barnakórs Strandabyggðar árið 2022 er komið á allar streymisveitur og myndband við lagið er komið á Youtube.

Frá þessu er sagt á vefsíðu Strandabyggðar.

Að þessu sinni var gengið til samstarfs við sjálfan Eyjólf Kristjánsson, Eyfa. Hann endurtók hlutverk sitt sem aðalsöngvarinn í laginu „Gleðileg jól (allir saman)“ sem kom fyrst út á plötu fyrir nokkrum áratugum en er nú komið í nýja útgáfu þar sem barnakórinn er í stóru hlutverki.

Lagið hét upphaflega „Merry Christmas Everybody“ og var í flutningi hljómsveitarinnar Slade.

Hljóðfæraleikur og söngur barnakórsins var tekinn upp á Hólmavík af Braga Þór Valssyni (sem sá einnig um útsetningar, hljóðfæraleik og kórstjórn) og söngur Eyfa og hljóðblöndun fór fram Í Stúdíó Neptúnus í Hafnarfirði.

Upptökumaður þar á bæ var Halldór Á. Björnsson. Hann sá einnig um hljóðblöndun lagsins. Mastering var í höndum Pete Maher, en hann hefur tekið upp, hljóðblandað og masterað ekki minni stjörnur en U2, Sheryl Crow, Coldplay, The Rolling Stones… og nú Barnakór Strandabyggðar.

Christina van Deventer hannaði „plötuumslag“ lagsins sem sjá má bæði á streymisveitunum og í myndbandinu.

Myndbandið við lagið: https://youtu.be/DrdCsSTrHPs

Lagið á Spotify: https://open.spotify.com/track/5TWeUJ0YvITdjhFUgyeh5p?si=d7fe451134ee4445

DEILA