Jólagjafir til Úkraínu frá Grunnskólanum á Ísafirði

Jól í skókassa er alþjóðlegt verkefni sem felst í því að fá börn jafnt sem fullorðna til þess að gleðja önnur börn sem lifa við fátækt, sjúkdóma og erfiðleika með því að gefa þeim jólagjafir.

7. bekkur G.Í. hefur undanfarnar vikur safnað ritföngum, leikföngum, sælgæti, fötum og hreinlætisvörum og náðu krakkarnir að fylla 36 kassa, sem þeir skiluðu til sr. Magnúsar Erlingssonar, prests í Ísafjarðarkirkju, sem er móttökuaðili verkefnisins.  

Skókassarnir verða sendir til Úkraínu og eiga án efa eftir að gleðja viðtakendur, sem er einmitt markmið gefenda. 

DEILA