Hvað er listmeðferð?

Föstudaginn 25. nóvember verður því svarað í Vísindaporti Háskólaseturs hvað listmeðferð er.

Þar mun Sandra Borg Bjarnadóttir bjóða upp á afslappaða vinnustofu um listmeðferð. Farið verður yfir hvað listmeðferð er og hvernig meðferðin virkar.

Þátttakendur fá tækifæri til að kynnast aðferðum listmeðferðar í gegnum skapandi vinnu og þannig öðlast betri skilning á meðferðinni.

Sandra Borg starfar í geðheilbrigðisteymi Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða. Sandra lauk meistaragráðu í listmeðferð frá Háskólanum í Derby í Bretlandi árið 2022 og hefur bætt við sig námi í skynhreyfi-listmeðferð (e. sensory-motor art therapy, en þar er lögð áhersla á að tengja við og vinna með líkamsvitundina.

Vísindaportið er opið öllum og hefst stundvíslega klukkan 12:10 í kaffistofu Háskólaseturs Vestfjarða á 2. hæð.

DEILA