Hnallþórukaffi á Degi íslenskrar tungu

Síðasti haustviðburður átaksins Íslenskuvænt samfélag – Við erum öll almannakennarar fer fram á Degi íslenskrar tungu með kaffihúsastemningu á Háskólasetrinu þar sem við leikum okkur að íslenskum orðum í textasmiðju, fræðumst um nýyrði Jónasar Hallgrímssonar og fáum okkur væna sneið af hnallþóru til að fagna fæðingu Jónasar.

Átakið Íslenskuvænt samfélag hlaut viðurkenningu íslenskrar málnefndar í september og hefur reynst svo skemmtilegt og gagnlegt að fleiri viðburðir verða efalaust skipulagðir á nýju ári.

DEILA