Hilmar Kristjánsson Lyngmo ráðinn í stöðu hafnarstjóra

Hilmar Lyngmó hafnarstjóri.

Hilmar Kristjánsson Lyngmo hefur verið ráðinn sem hafnarstjóri hjá höfnum Ísafjarðarbæjar og mun hefja störf þann 1. janúar næstkomandi.

Hilmar er menntaður vélfræðingur og skipstjóri með rafvirkjamenntun, meirapróf og vinnuvélaréttindi. Hilmar lauk B-námi til skipstjórnar (SSB) frá Menntaskólanum á Ísafirði 2021. Hann lauk burtfararprófi í rafvirkjun frá Tækniskólanum 2019, var við nám í Iðnskólanum á Ísafirði 1979-1981 og Vélskóla Íslands 1981-1983 og náði sér þar í vélstjórnarmenntun. Árið 1997 lauk hann sveinsprófi í vélsmíði og varð þá vélfræðingur.

Frá 2018 hefur Hilmar starfað hjá höfnum Ísafjarðarbæjar sem hafnarvörður, vélstjóri og skipstjóri og sem staðgengill hafnarstjóra.

DEILA