Halla Mía: KÍKIR

Halla Mía opnar einkasýningu á föstudag – 18. nóvember kl. 17 í Gallerí Úthverfu, Aðalstræti 22 á Ísafirði

Sumir segja að á góðum degi sé hægt að sjá með góðum kíki frá Vestfjörðum til austurstrandar Grænlands.
Verkið Kíkir er unnið undir áhrifum kenninga í sjónrænni mannfræði. Viðfangsefnið er fjarlægðir; í raun og í huganum. Hvers getur fólk orðið vísara með því að ferðast yfir sundið sem skilur að Ísland og Grænland? – Eða með því að taka skref inn í rými sýningarinnar Kíkis?

Halla Mía (f.1986) er sjálfstætt starfandi dagskrárgerðarmaður búsett á Ísafirði.

Hún lauk mastersnámi í sjónrænni mannfræði frá Freie Universität í Berlín 2013 og BA gráðu í íslensku og ritlist frá Háskóla Íslands 2011.

Eftir útskrift hefur Halla unnið við hvers kyns dagskrárgerð fyrir útvarp, sjónvarp og vef, fyrir Ríkisútvarpið og sem sjálfstætt starfandi.

Halla starfaði sem fréttamaður RÚV á Ísafirði á árunum 2015-2019.

DEILA