Fjórar vikur tekur á fá leyfi fyrir áramótabrennum

Þar sem nú líður að áramótum vill lögreglan á Vestfjörðum hvetja aðila sem sjá um skoteldasýningar vegna komandi áramóta að sækja tímanlega um þar sem nú þarf að fá starfsleyfi sem tekur fjórar vikur.

Samkvæmt lögum 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir með breytingu frá 30. júní 2020 þá eru allar flugeldasýningar og allar brennur sem eru stærri en einn rúmmetri starfsleyfisskyldar.

Starfsleyfi er gefið út að loknum fjögurra vikna kynningartíma. Umsóknir um þessa starfsemi þurfa því að berast 4-5 vikum áður en leyfi er gefið út.

Þá er búið að taka út undanþáguákvæði í lögum sem áður var í gildi varðandi flugeldasýningar.

DEILA