Eitt tilboð í Breiðafjarðarferju

Breiðafjarðarferjan Baldur.

Vegagerðin óskaði í október eftir tilboðum í skip til siglinga á Breiðafirði, Breiðafjarðaferju.

Í útboðinu sagði: „Skipið mun sigla milli Stykkishólms og Brjánslækjar sem er flokkað sem „C Class“ hafsvæði. Áætlað er að gera samning um leigu á skipinu  án áhafnar í 5 mánuði, frá 1. janúar 2023 til 31. maí 2023, með möguleika á að kaupa skipið.“

Tilboð voru opnuð 25. nóvember og aðeins eitt tilboð barst og var það frá Torghatten Nord AS, Norway að upphæð 2,082,530 EUR en áætlaður kostnaður var 1,400,000 EUR og munurinn því 683.000 EUR eða rúmar 100 milljónir kr.

DEILA