Einn lýkur störfum og annar tekur við

Á myndinni eru þeir Tindur og Buster með umsjónarmönnum sínum, þeim Þóri Guðmundssyni, rannsóknarlögreglumanni, og Marín Elvarsdóttur, settum varðstjóra.

Lögreglan á Vestfjörðum hefur undanfarin ár verið með góðan liðsmann/hund í fíkniefnaleitarhundinum Tind.

Hann hefur staðið sig með prýði en er komin á efri ár og mun væntanlega ljúka starfsskyldum sínum sem slíkur fljótlega á næsta ári.

Við honum tekur ungur og sprækur fíkniefnaleitarhundur sem ber heitið Buster.

Buster er fullþjálfaður fíkniefnaleitarhundur og var afhentur lögreglunni á Vestfjörðum fyrr í þessum mánuði. Það var Steinar Gunnarsson, lögreglufulltrúi hjá lögreglunni á Norðurlandi vestra sem afhenti hundinn eftir mikla þjálfunarvinnu.

Buster er í umsjá lögreglukonunnar Marín Elvarsdóttur sem er settur varðstjóri í lögreglunni á Vestfjörðum.

DEILA