BLÁRIDDARI

Fræðiheiti: Lepidion eques Danska: blå ridder Færeyska: bláriddari Norska: dypvannsmoride Sænska: brun djuphavstorsk Enska: largeye lepidion Franska: Lepidion á grands yeux

Bláriddari er í fræðibókum ekki talinn verða lengri en 44 cm að sporði sem gæti samsvarað 50 cm heildarlengd. Hér hefur hinsvegar veiðst 67 cm langur bláriddari á Reykjaneshrygg. 

Við Ísland er talsvert er um bláriddara á djúpmiðum frá Ísland-Færeyjahryggnum vestur og norður á grálúðuslóð vestan Víkuráls. Botnfiskur á leir- og sandbotni í landgrunnshallanum og dýpra. Hér hefur hann veiðst á minna en 500 m dýpi og niður á meira en 1100 m, en er algengastur á 600-700 m dýpi.

Fæða er einkum allskonar smákrabbadýr eins og marflær, krabbaflær, krabbar og einnig burstaormar og smokkfiskar.

Af vefsíðu Hafrannsóknastofnunar

DEILA