Baráttudagur gegn einelti er í dag

Í dag, 8. nóvember, er Baráttudagur gegn einelti. Dagurinn var fyrst haldinn árið 2011 með það markmið að vekja sérstaka athygli á þessu mikilvæga málefni.

Margir skólar taka þátt í þesu verkefni með því að  hafa fræðslu um einelti og jákvæð samskipti. Einnig eru foreldrar og forráðamenn hvattir til þess að taka umræðuna heima með barninu sínu. 

Hér er vefslóð inn á stutt myndband þar sem feðginin Selma Björk Hermannsdóttir og Hermann Jónsson ræða reynslu sína af einelti. Einnig er hægt að nálgast fleiri upplýsingar í tengslum við einelti á heimasíðunum  gegneinelti.isjerico.is og saft.is

https://www.youtube.com/watch?v=gXiR3uNSnso

DEILA