Á sporbaug: Nýyrði Jónasar Hallgrímssonar

Á sporbaug er bók um nýyrði Jónasar Hallgrímssonar og eru höfundar hennar Anna Sigríður Þráinsdóttir sem skrifar um orðin og Elín Elísabet Einarsdóttir sem segir sögu Jónasar í myndum.

Jónas Hallgrímsson, listaskáldið góða, var okkar helsti orðasmiður.

Svo vel voru orðin hönnuð og vandlega hugað að lögun þeirra, hljómi, útliti og notagildi að þau festu rætur í málinu.

JÓNAS HALLGRÍMSSON bjó til fjöldann allan af orðum sem mörg hver lifa enn góðu lífi. Hann á stóran þátt í að skapa þá hefð að þýða erlend orð, hugtök og heiti á íslensku. Aðrir voru vissulega byrjaðir að íslenska hugtök en Jónas gerði meira en bara að smíða ný orð. Hann hannaði þau, hugaði að lögun þeirra, hljómi, útliti og notagildi og tókst oft svo vel upp að orðin festu rætur í málinu. Mörg þeirra eru svo vel heppnuð að það er eins og þau hafi alltaf verið til, séu partur af frumorðaforða málsins.

DEILA