Ungmennaþing Vestfjarða – Skráning stendur yfir

Ungmennaþing Vestfjarða fer fram á Laugarhóli í Bjarnarfirði helgina 5.-6. nóvember 2022. Þar munu koma saman 40 ungmenni frá öllum Vestfjörðum, en þingið er opið ungmennum fæddum á árunum 2004-2009. 

Markmið þingsins er að gefa ungmennum frá Vestfjörðum tækifæri til að kynnast hvort öðru, fræðast um samfélagið og valdefla þau til að láta skoðanir sínar í ljós og hafa áhrif. 

Á þinginu munu þátttakendur hljóta fræðslu, fá tækifæri til að tjá sig og læra hvert af öðru, ásamt því að fara í sund og skemmta sér saman á kvöldvöku. 

Þátttaka á þinginu er gjaldfrjáls. 

Skráningu lýkur á miðnætti þriðjudaginn 1. nóvember. Athugið að takmarkað pláss er í boði, endanleg staðfesting á þátttöku verður send út 2. nóvember.

Fyrir nánari upplýsingar má hafa samband við Steinunni Ásu Sigurðardóttur, verkefnastjóra hjá Vestfjarðastofu.

DEILA