Tveir áhugaverðir viðburðir í Edinborgarhúsinu

Í kvöld er það bókmenntadagskráin Frá Vesturbyggð til Venesúela sem áður hefur verið sagt frá hér í BB.

Á morgun föstudaginn 7. október kl. 20:30 mun Ómar Guðjónsson ásamt hljómsveit flytja lög af nýútkominni plötu sinni Ómar fortíðar. 

Á plötunni flytur Ómar þekkt lög úr þjóðarsál Íslendinga á hljóðfærið „fetilgítar“ eða „pedal steel“ á móðurmáli hljóðfærisins.

Með Ómari á hljómplötunni eru þeir Matthías Hemstock á slagverk og Tómas Jónsson á píano og hljóðgervla. Lögin eru t.d úr smiðju Karls Ó Runólfssonar, Jónasar Tómassonar, Árna Thorsteinssonar og Bjarna Þorsteinssonar. Öll frá árunum 1930 til 1960.
Nánari upplýsingar á vef Edinborgarhússins.

DEILA