Þrettán þúsund nýir bílar fyrstu níu mánuðina

Nú liggja fyrir nýskráningar nýrra fólksbifreiða fyrstu níu mánuði árins. Alls eru þær orðnar 13.063 og er um ræða 33,4% söluaukningu að ræða miðað við sama tíma á síðasta ári. Þá voru nýskráningar alls 9.794. Það sem af er árinu eru nýskráningar til almennra notkunar 59% en til bílaleiga tæp 40%. Þetta kemur fram í tölum frá Bílgreinasambandinu.

Fyrstu níu mánuði ársins er flestar nýskráningar í rafmagnsbílum, alls 27,8%, og er um tæplega 4% aukningu að ræða á milli ára. Tengiltvinnbílar eru næstir í röðinni með 24,2% og hybridbílar með um 19,1% hlutdeild. Dísilbílar eru með 15,5% af markaðnum og bensínbílar 13,3%. Athygli vekur að hlutdeild dílsbíla er um 2% meiri fyrstu níu mánuði þessa árs en á sama tímabili í fyrra.

Toyota er langhæsta bílategundin. Nýskráningar það sem af er árinu eru alls 2.351 sem gerir um 18% hlutdeild. Kia er með 1.387 bíla og Hyundai er í þriðja sætinu með 1.240. Dacia kemur í fjórða sætinu með 741 bíla, Mitsubishi 739 bíla og Tesla 659 bíla.

DEILA