Strandveiðiafla ársins 4,7 milljarðar – 838 milljónum meiri en í fyrra

Sumarið 2022 var verðmæti strandveiðiafla rúmir 4,7 milljarðar króna samkvæmt upplýsingum frá Hagstofu Íslands.

Þar af um 1,3 milljarðar í maí, 1,9 milljarðar í júní og 1,5 milljarðar í júlí en strandveiðitímabilinu lauk í júlí í ár. Til samanburðar var verðmæti strandveiðiafla árið 2021 tæpir 3,9 milljarðar króna eða 838 milljónum minna en í ár.

Strandveiðar voru settar á laggirnar sem sérstakur kvótaflokkur fyrir smábáta árið 2009 og strandveiðitímabilið var ákveðið frá maí fram í ágústlok á hverju ári.

Í ár voru 712 bátar á strandveiðum samkvæmt gögnum frá Fiskistofu og afli þeirra tæp 12.600 tonn. Til samanburðar voru 554 bátar á strandveiðum árið 2009 og aflinn 4.129 tonn.

DEILA