Næstkomandi sunnudag 30. október mun Barnaheill – Save the Children á Íslandi standa fyrir símalausum sunnudegi í fjórða sinn.
Yfirskrift Símalauss Sunnudags er ,,Upplifum ævintýrin saman”.
Með þessu á vekja foreldra og annað fullorðið fólk til umhugsunar um snjalltækjanotkun og þau áhrif sem þessi skemmtilegu tæki geta haft á samverustundir fjölskyldunnar.
Allir þátttakendur eiga möguleika á að vinna fjölbreytta og fjölskylduvæna vinninga frá Skautahöllinni, Klifurhúsinu, Spilavinum, í hvalaskoðun hjá Eldingu ásamt glæsilegu Apple úri frá Nova.
Hægt er að skrá sig til leiks á www.simalaus.is og taka áskorun Barnaheilla.