Sexhundraðasti fundur sveitarstjórnar Tálknafjarðarhrepps

Tálknafjörður

Þriðjudaginn 25. október 2022 fór fram 600. fundur sveitarstjórnar Tállknafjarðarhrepps.

Í upphafi fundar fögnuðu fulltrúar í sveitarstjórn tímamótunum með því að gæða sér á ljúffengri brauðtertu frá Kvenfélaginu Hörpu á Tálknafirði og að sjálfögðu fengu gestir fundarins hver sína sneið.

Á meðfylgjandi mynd er sveitarstjórn Tálknafjarðarhrepps í upphafi fundar númer 600. Talið frá vinstri: Jóhann Örn Hreiðarsson, varaoddviti, Jón Ingi Jónsson, Lilja Magnúsdóttir, oddviti, Guðlaugur Jónsson og Jenný Lára Magnadóttir.

DEILA