Nýr samningur um fiskveiðar milli Íslands og Færeyja

Þórdís Kolbrún og Jenis av Rana undirrita samninginn

Rammasamningur um fiskveiðar milli Íslands og Færeyja var undirritaður í utanríkisráðuneytinu í föstudag.

Rammasamningurinn mælir fyrir um breytingar á núverandi samningsframkvæmd ríkjanna um að hverfa frá gerð árlegs bréfskiptasamnings um fiskveiðar í lögsögu ríkjanna, sem lagður hefur verið fyrir Alþingi á hverju haustþingi.

Framvegis, eftir að samningurinn hefur verið fullgiltur, verður heimilt að semja um þessi fiskveiðiréttindi, sem og önnur skyld atriði, á samráðsfundum ríkjanna. Þeir verða haldnir árlega á grundvelli heimildar í rammasamningnum.

Viðræður milli ríkjanna um breytta framkvæmd hafa staðið yfir um nokkurra ára skeið. Í rammasamningnum leggja ríkin áherslu á áframhaldandi nána samvinnu í tengslum við fiskveiðar og að tryggja áfram ábyrgar fiskveiðar, verndun og sjálfbæra nýtingu lifandi sjávarauðlinda til lengri tíma.

DEILA