Leiklistarstarf með börnum í Vísindaporti Háskólaseturs

Föstudaginn 28. október mun Halldóra Jónasdóttir flytja erindi um leiklistarstarf með börnum, í Vísindaporti.

Frá árinu 2009 hefur Halldóra haldið úti öflugri leiklistarstarfsemi fyrir börn, bæði hér fyrir vestan og á höfuðborgarsvæðinu.

Á sumrin hefur hún boðið upp á vikulöng námskeið, á veturna hafa verið settir upp söngleikir, gerð tónlistarmyndbönd, þættir og stuttmyndir fyrir YouTube. Stór þáttur í starfi Leiklistarhóps Halldóru Jónasdóttur er að gefa öllum áhugasömum börnum og ungmennum að taka þátt. Í litlu samfélagi eins og okkar þá skiptir miklu máli að bjóða upp á fjölbreytta afþreyingu sem allir hafi greiðan aðgang til þátttöku, óháð búsetu og fjárhag. 

Í gegnum árin hefur Halldóra öðlast mikla reynslu og innsýn í fjölbreytt leiklistarstarf með börnum og hún mun miðla reynslu sinni í Vísindaporti. 

Halldóra er uppalin í Bolungarvík, lauk stúdentsprófi frá MÍ 2013, B.Ed gráða í grunnskólakennslu með leiklist sem kjörsvið frá HÍ árið 2018 og MA gráðu í Applied Theatre and Intervention frá University of Leeds árið 2021. 

Vísindaportið er opið öllum og hefst stundvíslega klukkan 12:10 í kaffistofu Háskólaseturs Vestfjarða á 2. hæð. Erindið fer fram á íslensku.

DEILA