Landnám flundrunnar í Vísindaporti Háskólaseturs

Síðustu þrjú ár hefur Theresa unnið að doktorsrannsókn sinni á Flundru við Ísland en hún er flokkuð sem hugsanlega ágeng tegund.

Erindið sem fer fram á ensku nefnir Theresa Landnám flundrunnar (Platichthys flesus) á Íslandsmiðum – saga nýrrar tegundar. Að erindi loknu mun Theresa taka við spurningum á íslensku og gera sitt besta til að svara á íslensku.

Evrópsk flundra er flatfiskur sem á uppruna sinn við strendur Vestur-Evrópu. Árið 1999 fannst flundra fyrst við ósa Ölfusár. Frá því að hún fannst fyrst hefur flundru fjölgað mikið á Íslandsmiðum og nú finnst fiskurinn um mest allt Ísland. Flundra er algengastur í árósum en hún fer einnig í ár og vötn þar sem fyrir eru íslenskir laxastofnar.

Flundran er flokkuð sem „hugsanlega ágeng“, tegund þar sem ekki er hægt að útiloka neikvæð áhrif hennar á vistkerfið. Óvíst er hvort flokkunin verði varanleg eða hvort flundran verð skráð sem sem “Neo-native” hér við land, sem náttúrulega færði sig til og fjölgaði sér hratt sem viðbragð við umhverfisbreytingum eins og hlýrra loftslagi. Hvernig sem flokkunin fer þá er mikilvægt að fylgjast náið með nýrri tegund eins og flundru svo hægt sé að greina og bregðast ef hún veldur neikvæðum áhrifum á vistkerfið.

Vöktun á flundru er því mikilvæg og með henni má skoða innkomu leiðina hennar í íslenska firði, skrásett útbreiðslu tegundarinnar, kannar samspil hennar við umhverfið, aðrar tegundir og aðra þætti.

„Með doktorsrannsókn minni beiti ég þverfaglegri nálgun til að varpa ljósi á nokkra mikilvæga þætti í landnámi flundru og þau vistfræðilegu og félagsvistfræðilegu áhrif sem hún gæti haft á lífríki við Ísland. Ég kanna líklegastan uppruna flundrunnar sem fannst á Íslandi með því að nota erfðarannsóknir auk þess að kanna hreyfingu hennar inn í firði, ár og vötn með fiskamerkingum. Ég hef einnig lagt fyrir kannanir, tekið viðtöl og safnað gögnum um samfélagslega skynjun hagsmunaaðila, sérstaklega frístundaveiðisamfélagsins og hvernig rannsóknir okkar geta notið góðs af þekkingu þeirra. Í þessum hádegisfyrirlestri mun ég kynna núverandi niðurstöður doktorsrannsóknar minnar.“

Theresa Henke er frá Þýskalandi, lauk Bachelor gráðu í líffræði frá háskólanum í Bremen í Þýskalandi og var meistaranemi við Háskólasetur Vestfjarða á árunum 2016-2018. Nú stundar Theresa rannsóknir fyrir doktorsverkefni sitt við Rannsóknasetur Háskóla Íslands á Vestfjörðum, í Bolungarvík.

Vísindaportið er opið öllum og hefst stundvíslega klukkan 12:10 fösudaginn 7. október í kaffistofu Háskólaseturs

DEILA