Jó­hanna Ósk nýr framkvæmdastjóri Sæferða

Jó­hanna Ósk Hall­dórs­dótt­ir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Sæferða í Stykkishólmi.

Jóhanna sem er með BSc. gráðu í Viðskiptafræði frá Háskólanum á Bifröst tók við stöðu svæðis­stjóra Eim­skips á Vest­fjörðum fyrr á árinu og hún mun jafnframt gegna því starfi áfram.

Áður starfaði hún hjá fiskeldisfyrirtækinu Hábrún og þekkir því sjávarútveginn á Vestfjörðum vel.

Siglingar ferjunnar Baldurs eru mikilvægur hlekkur í almenningssamgöngum á svæðinu og mikill fengur að fá Jóhönnu í þetta verkefni og þannig samþætta enn betur alla starfsemi á Vestfjörðum segir í tilkynningu frá Eimskip.

Gunnlaugur Grettisson sem verið hefur framkvæmdastjóri Sæferða frá 2015 tók fyrr á árinu við stöðu framkvæmdastjóra Eimskips í Svíþjóð með aðsetur í Helsingborg.

DEILA