Háskólasetur á Vísindavöku Rannís

Vísindavaka Rannís var haldin í Laugardalshöllinni 1. október 2022.

Markmiðið með Vísindavökunni er að færa vísindin nær almenningi, kynna manneskjurnar á bak við vísindin og vekja fólk til umhugsunar um mikilvægi rannsókna- og vísindastarfs í nútímasamfélagi. Verður það gert með lifandi kynningum og boðið upp á skemmtilega og fræðandi viðburði fyrir alla fjölskylduna.

Allar vísindagreinar eru kynntar á Vísindavöku, hugvísindi jafnt sem raunvísindi.

Háskólasetur Vestfjarða tók þátt að þessu sinni og sýndi þar þrívíddarlíkön af Vestfjörðum og útskýrði fyrir gestum og gangandi þær áskoranir sem byggðirnar þar standa frammi fyrir, ekki síst snjóflóðavá.

Það voru Matthias Kokorsch, fagstjóri meistaranáms í sjávarbyggðafræðum við UW, og Jóhanna Gísladóttir, umhverfisstjóri frá Landbúnaðarháskóla Íslands, sem kynntu gestum á Vísindavökunnu þetta rannsóknarverkefni sem er hluti af samvinnuverkefni um loftlagsbreytingar og samfélagslega seiglu smárra byggðalaga á Norðurlöndunum.

DEILA