HÆKKANDI ALDUR GRUNNSKÓLAKENNARA MEÐ KENNSLURÉTTINDI

Alþjóðadagur kennara er í dag en stofnað var til hans árið 1994 að frumkvæði UNESCO og Alþjóðasamtaka kennara.

Markmið dagsins er einkum að vekja athygli á mikilvægi kennarastarfsins.

Á þessum degi flytur Hagstofan okkur þær fréttir að meðalaldur grunnskólakennara á Íslandi hafi farið hækkandi frá árinu 2000. Þannig var meðalaldur kennara með kennsluréttindi í grunnskólum landsins 43,4 ár haustið 2000 en haustið 2021 var meðalaldur þeirra hins vegar orðinn 48,6 ár.

Kennurum yngri en 35 ára hefur á sama tíma fækkað um næstum helming.

DEILA