Grettir sterki kominn til Stykkishólms

Vegagerðin hefur, í samvinnu við Sæferðir og Stykkishólmsbæ, tekið á leigu dráttarbátinn Gretti sterka sem verður staðsettur í Stykkishólmshöfn.

Grettir sterki sem er tvöhundruð og tíu brúttótonn og eitt öflugasta dráttarskip landsins kom til Stykkishólms í gær. Hann á að vera Breiðafjarðarferjunni Baldri innan handar komi til bilunar.

Sæferðir munu sjá um mönnun bátsins. Þannig á að tryggja að fyrsta viðbragð við atvikum á Breiðafirði verði eins og best verður á kosið miðað við aðstæður.

Nú er unnið er að því að fá annað skip sem getur leyst af ferjuna Baldur og er búist við að útboð verður auglýst á næstu vikum.

DEILA