Fiskistofa veitir meiri upplýsingar um brot á reglum

Þær ákvarðanir sem Fiskistofa hefur tekið um sviptingu veiðileyfa og afturköllun vigtarleyfa frá og með 14. júlí 2022 hafa verið birtar í heild sinni í samræmi við nýtt ákvæði í 9. gr. laga um Fiskistofu nr. 36/1992.

Ákvæðinu er ætlað að auka gagnsæi í störfum Fiskistofu sem og fyrirsjáanleika fyrir þá sem starfa í greininni og veita bæði þeim og Fiskistofu tilhlýðilegt aðhald.

Hægt er að lesa framangreindar ákvarðanir Fiskistofu í heild sinni á nýrri heimasíðu Fiskistofu sem verið er að standsetja og kemur til með að taka við af þeirri eldri.

Á þessari nýju síðu kemur meðal annars fram að Fiskistofa hefur í október í fjögur skipti svipt skip leyfum til veiða vegna brottkasts.

DEILA