Efla á starfsemi Skagans 3X á Akranesi og Ísafirði

Petra Baader í ræðustól á fundinum. Ljósm. gj. af vefsíðu Skessuhorns

Í frétt á vef skessuhorns.is er sagt frá því að í gær hafi verið haldinn fjölmennur starfsmannafundur í húsnæði Skagans 3X á Akranesi þar sem Petra Baader forstjóri og eigandi Baader ræddi við starfsmenn um helstu áherslur eftir kaup fyrirtækisins á Skaganum 3X.

Fundinum var streymt á Ísafjörð, en starfsmenn fyrirtækisins á höfuðborgarsvæðinu mætti til fundarins á Akranesi.

Í máli Petru kom skýrt fram að Baader hyggst viðhalda og efla starfsemi allra starfsstöðva sinna á Íslandi. Þar með sló hún á áhyggjur manna um að breytt eignarhald hefði áhrif á framtíðar staðsetningu fyrirtækisins. 

DEILA