Átt þú kost á að sækja námskeið frítt?

Fræðslumiðstöð Vestfjarða vekur athygli á því að með samstarfi við tiltekin stéttarfélög og starfsmenntasjóði getur fólk sótt ákveðin námskeið sér að kostnaðarlausu.

Með samningi við starfsmenntasjóðina Sveitamennt og Ríkismennt geta stofnanir ríkis og sveitarfélaga boðið því starfsfólk sínu sem er í VerkVest eða Verkalýðs- og sjómannafélagi Bolungarvíkur að sækja starfstengd námskeiðið sér að kostnaðarlausu.

Mörg námskeið geta fallið í þennan flokk.

Vinnustaðir og starfsfólk í þessum félögum er hvatt til að kynni sér málið sjái það námskeið sem það hefur áhuga á.

Öðrum vinnustöðum og fólki í öðrum stéttarfélögum er bent á að kanna rétt sinn til endurgreiðslu námskeiðsgjalda. Endurgreiðslan getur verið allt að 90%

DEILA