ASÍ þing 10.-12. október

45. þing Alþýðusambands Íslands verður haldið á Hótel Nordica, dagana 10.-12. október 2022.

Æðsta vald í málefnum ASÍ er í höndum þinga ASÍ sem haldin eru á tveggja ára fresti.

Hvert aðildarfélag á rétt á að senda a.m.k. einn fulltrúa á þing sambandsins. Á þingin mæta þrjú hundruð fulltrúar launafólks af öllu landinu til að móta heildarsamtökunum stefnu og starfsáætlun og velja þeim forystu.

Samkvæmt venju má búast við að umræður um kjaramál verði töluverðar einkum þar sem flestir kjarasamningar eru nú lausir.

Þá er ljóst að kosning stjórnar verður mjög áberandi á þessu þingi eftir þá atburði sem orðið hafa innan sambandsins að undanförnu.

DEILA