Að skipta um raforkusala

Raforkureikningar eru tvískiptir. Annarsvegar greiða neytendur fyrir raforkuframleiðslu og hinsvegar fyrir dreifingu. Dreifing raforku er sérleyfisþáttur þannig að einn aðili sér um dreifingu á hverjum stað svo að notendur geta ekki valið sér dreifiaðila.

Raforkusala er hinsvegar á samkeppnismarkaði og öllum frjálst að skipta um orkusöluaðila með einföldum hætti.

Það kostar ekkert að skipta um raforkusala. Eina skilyrðið er að segja upp gildandi samningi með tilskyldum fyrirvara.

Hvorki sölufyrirtækjum rafmagns né dreifiveitum er heimilt að innheimta gjald af notendum fyrir að skipta um raforkusala. 

Átta fyrirtæki selja raforku á Íslandi. Hægt er að gera samanburð á raforkuverði á heimasíðu Orkuseturs

DEILA