Uppbygging Ferðaþjónusta í Bolungarvík

Íslensk ferðaþjónusta hefur risið hratt undanfarin ár, vaxið upp í það að verða ein aðal útflutningsgrein þjóðarinnar, meðan Bolvísk ferðaþjónusta er enn á byrjunarreit. Hvað veldur? Segir í tilkynningu frá Ferðamálafélagi Bolungarvíkur.

Nýverið var útsýnispallur opnaður á Bolafjalli þar sem búist er við miklum fjölda ferðamanna í framtíðinni og þar með nýr tónn settur af bæjaryfirvöldum sem áður lagði stein í götu stórhuga aðila sem vildu byggja upp ferðaþjónustu í Bolungarvík.

Hvernig ætlar grasrótin að nýta sér einstakt tækifæri til vaxtar ferðaþjónustu í Bolungarvík? Nú er tækifærið, nú er tíminn, við erum í dauðafæri til að stórauka ferðaþjónustu, afþreyingu og alla þjónustu í Bolungarvík og þar með stórauka tekjur inní bæjarfélagið. Hvernig getum við sameiginlega blásið til sóknar og hafið uppbyggingu ferðaþjónustu í Bolungarvík fyrir alvöru? Þetta ætlum við að ræða á fundi í Félagsheimili Bolungarvíkur þriðjudagskvöldið kl 20.

Fundurinn er opinn öllum sem hafa hag af og áhuga á ferðaþjónustu í Bolungarvík.

DEILA