Súðavík – Kalkþörungaverksmiðjan þarf stærra athafnasvæði

Sveitarstjórn Súðavíkurhrepps samþykkti þann 16. september 2022 að auglýsa breytingu á deiliskipulagi hafnar- og iðnaðarsvæðis inn af Langeyri í Álftafirði.

Ástæða breytingarinnar er að auka rými á athafnasvæði kalkþörungaverksmiðju svo hægt verði að koma fyrir hráefnisþróm en þeim er ætlað að koma í veg fyrir að set berist til sjávar.

Með breytingunni stækkar athafnasvæði á lóð nr. 1 og fyrirhuguð landfylling stækkar miðað við gildandi deiliskipulag.

Tillagan  liggur frammi á skrifstofu Súðavíkurhrepps, Grundarstræti 3, Súðavík

DEILA