Styrkjum úthlutað til hreinsunar á strandlengju Íslands

Hreinsun á Hornströndum

Umhverfis- orku- og loftslagsráðherra, Guðlaugur Þór Þórðarson hefur kynnt fimm verkefni sem fá úthlutaða styrki til verkefna og felast í hreinsun á strandlengju Íslands.

Tilgangurinn með styrkveitingunum er sá að strandlengja Íslands verði hreinsuð með skipulegum hætti, hreinsuðum ströndum verði haldið við, að efla vitundarvakningu hjá almenningi um mikilvægi strandhreinsana og virkja áhugasama aðila til þátttöku í átaki um hreinsun strandlengjunnar.

„Hreinleiki sjávar er Íslandi afar mikilvægur og strandhreinsanir gegna þar veigamiklu hlutverki. Frjáls félagasamtök og sjálfboðaliðar hafa verið ötul við að draga úr plastmengun á ströndum og á hafi. Það er ánægjulegt að geta stutt þau til þeirra verka,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra.

Styrkirnir voru auglýstir þann 9. júní 2022 og bárust 5 umsóknir um styrki. Heildarstyrkupphæð er 30 milljónir króna.

Eftirtaldir aðilar hlutu styrk til verkefna sem felast í hreinsun á strandlengju Íslands: 

DEILA