Snorri átti son er Órækja hét

Föstudaginn 23. september mun Úlfar Bragason flytja erindið, Snorri átti son er Órækja hét í Vísindaporti Háskólaseturs Vestfjarða.

Í erindinu fjallar Úlfar um Órækju Snorrason (1205–1245), einkum afskipti hans af málum á Vestfjörðum en Snorri sendi hann vestur í Vatnsfjörð til stjórna með goðorð Vatnsfirðinga eftir að Þórdís, dóttir hans, sem hafði verið gift Þorvaldi Snorrasyni Vatnsfirðingi, var orðin ekkja og Einar Þorvaldsson, sonur hennar, var enn barn að aldri.

Úlfar Bragason, prófessor emeritus, lauk doktorsprófi í Norðurlandafræðum frá University of California í Berkeley vorið 1986. Hann kenndi norræn fræði við University of Chicago 1986–1987 og var forstöðumaður Stofnunar Sigurðar Nordals við Háskóla Íslands 1988–2006. Þar að auki var hann rannsóknarprófessor við Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum og stofustjóri alþjóðasviðs stofnunarinnar 2006–2019.

Vísindaportið er opið öllum og hefst stundvíslega klukkan 12:10 í kaffistofu Háskólaseturs

DEILA