Skólablakið hófst með pompi og prakt í Íþróttamiðstöðinni í Varmárskóla í þriðjudaginn 27. september.
Skólablakið er viðburður fyrir grunnskólabörn í 4. – 6. bekk um allt land og var haldinn í fyrsta sinn á síðasta ári.
Í fyrra var skólablakið á 11 stöðum um allt land. Viðburðurinn fékk gríðarlega góðar móttökur og hlaut mikla eftirtekt. Stefnt er á að halda 16 viðburði fyrir grunnskólanemendur um allt land næsta mánuðinn.
Skólablak verður í íþróttahúsinu á Torfnesi 18. október í umsjá Vestra..
Markmiðið með skólablakinu er að kynna íþróttina fyrir grunnskólanemendum og kennurum og auka sýnileika hennar á landsvísu.
Blaksamband Íslands (BLÍ), í samstarfi við Evrópska blaksambandið (CEV), Kristal, ÍSÍ, UMFÍ og blakfélög á öllu landinu stendur fyrir Skólablakinu.